Nick Cave hugsar um konuna sína þegar hann fróar sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 10:24 Nick Cave fékk fjölskrúðugar spurningar úr sal í Hörpu en lét ekki slá sig út af laginu. Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum. Menning Tónlist Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum.
Menning Tónlist Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira