Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2019 19:15 Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni. Árborg Tónlist Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni.
Árborg Tónlist Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira