Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 11:32 Þúsundir hafa fallið í loftárásum í Jemen. AP/Hani Mohammed Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24