Óljóst hvort flokksmenn samþykki nýtt stjórnarsamstarf Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2019 12:37 Guiseppe Conte tók við sem forsætisráðherra Ítalíu sumarið 2018. Getty Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra. Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra.
Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00