Óljóst hvort flokksmenn samþykki nýtt stjórnarsamstarf Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2019 12:37 Guiseppe Conte tók við sem forsætisráðherra Ítalíu sumarið 2018. Getty Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra. Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra.
Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00