Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 21:28 Steinunn lyftir bikarnum á loft „Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00