Kvennalið Fram í handknattleik mun fá mikinn liðsstyrk á næstu dögum er landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir semur við félagið.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, staðfesti við Vísi að Hafdís væri búin að mæta á eina æfingu með félaginu og býst við því að hún skrifi svo undir samning á næstu dögum.
Hafdís er uppalin Framari en spilaði með Stjörnunni áður en hún fór til SönderjyskE sumarið 2017. Eftir eitt ár þar færði hún sig yfir til Boden í Svíþjóð. Hún var búin að semja við lið í Póllandi en hlutirnir gengu ekki upp þar og hún er því samninglaus og komin heim.
Markvörðurinn er 22 ára gamall og mun styrkja frábært lið Fram enn frekar en liðið vantaði helst styrkingu í markið. Nú er hún komin og ljóst að Fram-liðið verður illviðráðanlegt í vetur.
Hafdís á leið í markið hjá Fram
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
