Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 18:06 Frá fjöldafundinum á Austurvelli nú síðdegis. Vísir/nadine Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09