Vísir greindi frá því fyrr í dag að Hafdís væri á leiðinni til félagsins en það hefur nú verið staðfest.
Hafdís er uppalin í Fram en hún spilaði með Stjörnunni áður en ákvað að fara til Danmerkur og leika með SönderjyskE sumarið 2017.
Eftir það lék hún í Svíþjóð og var hún á leið til Póllands í sumar en það féll upp fyrir. Því er hún komin aftur heim í Safamýrina.
Fram er því komið með firnasterkt lið en liðið varð meistari meistaranna í gær eftir þrettán marka sigur á Val í Origo-höllinni, 36-23.