Það sem er notað verður nýtt Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 5. september 2019 11:15 Magnið sem flutt er til landsins af fatnaði er mikið og hefur það aukist um 50% frá árinu 2014. Verslun með notuð föt er að aukast mjög á heimsvísu og er sannarlega líf í tuskunum á þessum markaði. Í skýrslu thredUP, stærsta söluaðila notaðs fatnaðar á netinu, segir að á síðastliðnum þremur árum hafi endursölumarkaðurinn stækkað margfalt hraðar en hraðtískumarkaðurinn. Endursölumarkaðurinn mun því taka fram úr hraðtískunni (H&M, Zara, Primark o.fl.) á næstu árum ef vöxturinn heldur áfram. Sífellt fleiri eru tilbúnir til að kaupa notuð föt og viðhorfið til þess hefur algjörlega breyst á örfáum árum. Það hefur ekki þótt fínt að versla á flóamörkuðum en endursölumarkaðurinn er að breyta viðhorfinu til notaðs fatnaðar. Þar er fötunum stillt upp eins og í hefðbundnari verslunum og búið er að sigta það besta úr enda er það vænlegast í endursölu. Magnið sem flutt er til landsins af fatnaði er mikið og hefur það aukist um 50% frá árinu 2014; árið 2018 voru flutt inn tæp 4.890 tonn af fatnaði (skór ekki meðtaldir). Þannig að það er af nógu að taka fyrir endursölu. Hérlendis hefur endursölumarkaðurinn sprungið út á þessu ári og hafa nokkrar verslanir verið opnaðar; Trendport á Nýbýlavegi og Extraloppan í Smáralind eru þar mest áberandi. Barnaloppan var opnuð í Skeifunni í fyrra og síðar í haust verður önnur verslun með endursölu á barnafatnaði opnuð, Barnabazaar í Kringlunni. Tíðindin í þessu eru að verslanir með notaðar vörur í endursölu séu opnaðar í verslunarmiðstöðvum við hlið hefðbundinna fataverslana; það setur þær á sama stall og aðrar búðir og einnig hjálpar að aðgengi er gott og staðsetningin hjálpar til við að ná til nýrra viðskiptavina, sem ef til vill voru ekki opnir fyrir því áður að kaupa notuð föt.Hagstætt og umhverfisvænt Barnaloppan hreinlega iðaði af lífi þegar blaðamaður heimsótti hana og í afgreiðslunni hljómar svarið: „Þetta er alltaf svona.“ Blaðamaður ræddi við nokkrar konur sem voru með bása og þær voru allar sammála um að salan hefði gengið virkilega vel. Kaupendurnir eru sáttir enda gera þeir góð kaup á oftar en ekki góðum vörum. Flest fötin eru á yngri börn og fékk blaðamaður að heyra að margir keyptu nú frekar vandaðri vörur á börnin sín til að geta frekar selt þær áfram; fatnaður frá þekktari barnavörumerkjum endist yfirleitt lengur og selst því betur og á hærra verði. Ástæðan fyrir því að fólk bæði selur og kaupir í endursölubúðum er ekki bara að það sé hagstætt heldur tala þeir sem blaðamaður spjallaði við um að þetta sé gott fyrir umhverfið. Umhverfismál hafa komist rækilegar á dagskrá en nokkru sinni áður að undanförnu og endurspeglar þetta það. Fyrir utan endursölubúðir eru verslanir með notuð föt, til dæmis Spútnik og Wasteland, þar sem búið er að velja úr fatnað sem er í tísku hverja stundina. Þannig er hægt að tolla í tískunni án þess að eiga nákvæmlega það sama og aðrir. Nytjamarkaðir Rauða krossins eru víða um land en til viðbótar eru ýmis samtök eins og ABC Barnahjálp og Hjálpræðisherinn með búðir sem flestir þekkja.Tækifæri í endursölu Til viðbótar er H&M og & Other Stories með tilraunaverkefni í gangi í Svíþjóð þar sem notaðar vörur eru seldar á netinu. Eigendurnir segja þetta vera hluta af framtíðarsýn sinni og að þarna séu tækifærin; hægt sé að lengja líf varanna sem eru seldar í verslununum og minnka umhverfisáhrifin. Búast má við að fleiri hefðbundnar verslanir byrji með endursölu á fatnaði. Fjölmargar sölusíður eru á Facebook en ný netviðbót er Netportid.is, netverslun með notuð föt sem opnuð var í júní. Markmið vefsins er „að minnka fatasóun og stuðla að verndun náttúrunnar“. Vefurinn thredup.com er sá stærsti á heimsvísu með notuð föt en þar bætast fimmtán þúsund gripir við vefinn á hverjum degi.Vilja úrvalið Það er einmitt þetta úrval sem viðskiptavinir fataverslana sækjast eftir í dag. Aldurshópurinn 18-37 ára er opnari en aðrir aldurshópar fyrir því að kaupa notað. Því er spáð að einn af hverjum þremur af Z-kynslóðinni (fólk fætt frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar fram á fyrsta áratug þessarar aldar) kaupi notað árið 2019. Þetta er hópur sem ólst upp á samfélagsmiðlum og hefur gaman af Instagram. Þar er ákveðin tíska að sýna myndir af sjálfum sér í nýjum fötum á hverri mynd en á sama tíma er þessi hópur meðvitaður um sjálfbærni og umhverfisvæn fyrirtæki höfða til hans. Þess vegna henta endursölubúðir þessum hópi sérstaklega vel. Umhverfisvæn fatamerki eru ekki lengur eitthvað sem þykir sniðugt eða krúttlegt heldur eitthvað sem neytendur krefjast í sífellt meiri mæli. Hraðtískuföt eru ódýr og hefur verið erfitt að keppa við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í þeim en einn helsti kosturinn við að kaupa notað er að það er ódýrara en að kaupa nýtt. Þannig er hægt að spara og vera umhverfisvænn á sama tíma.Stefán Svan Aðalheiðarson rekur Stefánsbúð við Ingólfsstræti.Viðhorfið breyst mikið á skömmum tíma Stefán Svan Aðalheiðarson hefur langa reynslu af fataverslun en hann rekur Stefánsbúð/p3 við Ingólfsstræti ásamt Dúsu Ólafsdóttur þar sem bæði ný merkjavara og notuð er til sölu.Kaupir fólk merkjavöru meðal annars vegna þess að það veit að það getur frekar selt vöruna seinna? „Þetta er fjárfesting sem tapar ekki endilega verðgildi sínu. Þetta er ekki trendmiðað heldur snýst um vöru sem er alltaf falleg og fólk ber virðingu fyrir,“ segir hann um merkjavöru þar sem um er að ræða gæðaframleiðslu og -efni. Hann segir að það sé misjafnt eftir hlutum hversu endursöluvænir þeir séu, en töskur skori hátt.Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notað hafa breyst? „Já, mjög mikið. Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum að versla með notaða merkjavöru og ég hef aldrei eða mjög sjaldan heyrt einhvern sýna henni minni áhuga en öðru. En fyrir nokkrum árum man ég eftir að hafa heyrt út undan mér fólk úr þessum sama hópi lýsa því að það að kaupa notað væri eitthvað sem það myndi aldrei gera,“ segir hann og vísar í umræðu um lykt og annað sem eigi þá ef til vill við á flóamarkaði en að endursölumarkaðurinn sé öðruvísi. Ekki eins og flóamarkaður „Ég held að miklu fleiri séu sem betur fer farnir að pæla líka í umhverfisáhrifunum. Við erum að versla hér bæði með nýja og notaða vöru og þetta hefur farið rosalega vel saman. Mér finnst allir hafa verið mjög jákvæðir. Upplifunin er, að öðru ólöstuðu, ekki eins og að fara á flóamarkað,“ segir hann um að kaupa notað í Stefánsbúð/p3. Sjálfur stofnaði hann fyrir um fimm árum Facebook-síðuna „Merkjavara föt, skór & aukahlutir“. „Ég byrjaði með þetta því mig vantaði sjálfan að selja föt en núna eru inni á henni um 25.000 manns. Hún er mjög virk. Þetta var sett upp fyrir fólk til að selja sjálft, engir milliliðir heldur fyrir fólk sem er að taka til og selja.“ Þegar hann stofnaði sölusíðuna var viðhorfið annað. „Ég var beðinn um að selja fyrir fólk, sem ég ætla ekki að segja að skammaðist sín, en það vildi ekki að aðrir vissu að það væri að selja. Ég held að það sé að breytast,“ segir hann og útskýrir að það hafi orðið mikil viðhorfsbreyting á skömmum tíma.Gaman að finna gullmola Honum finnst fólk líka eiga auðveldara með að losa sig við hluti núna og það geti þá hugsað sér að það fari til einhvers sem geti notað þá. Fólk sé að skera á tilfinningaböndin og vilji ekki lengur geyma allt. „Það þykir ekki lengur fínt að vera einhver Imelda Marcos og eiga 4.000 skópör. Fataherbergi og stórir skápar hafa ekki eins mikið að segja í dag,“ segir hann. Hann kaupir sjálfur notað og hefur gert það frá því að hann var unglingur. „Ég held að fólki finnist bara mjög smart að geta sagt „ég keypti þetta notað“. Það er líka gleði og stolt sem fylgir því að hafa fundið einhvern gullmola.“Fylgjast má með Þóru Margréti Þorgeirsdóttur á minnasorp.comÞóra Margrét Þorgeirsdóttir heldur úti Facebook-síðunni „Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu“ og er vön því að kaupa notað en einnig má fylgjast með henni á minnasorp.com. Hún segir að það sé margt sem endurnýting hafi í för með sér og hvatarnir séu margir.Sparar pening „Í fyrsta lagi sparar það pening; ef maður kaupir notað kemur það beint í budduna því það er ódýrara. Í öðru lagi er maður að gefa þessum hlutum lengra líf. Í þriðja lagi er maður að koma í veg fyrir notkun á auðlindum til að framleiða aðra vöru sem maður kaupir ekki. Þetta kemur í veg fyrir svo mikla sóun á svo mörgum stöðum þannig að mér finnst hvatarnir til að endurnýta og kaupa notað vera svo miklir. Þegar mig vantar eitthvað reyni ég að gá að því á nytjamörkuðum fyrst.“ Hún fagnar verslum á borð við Barnaloppuna og Extraloppuna. „Mér hefur fundist auðvelt að kaupa á börnin og ég hef sparað mikið á þessu,“ segir Þóra Margrét sem hefur líka nýtt sér sölusíður á netinu. „En mér hefur fundist erfiðara að finna föt á sjálfa mig,“ segir Þóra sem er búin að setja sér það takmark að kaupa ný vinnuföt á sjálfa sig fyrir haustið í þessum endursöluverslunum.Reynir þú að selja áfram? „Já, ég reyni að selja og gefa áfram. Þó þetta sé þægilegt og aðgengilegt þá reyni ég að passa að kaupa ekki of mikið til að minnka óreiðuna; það er auðveldara að eiga minna og nýta vel það sem maður á. Kuldagallar og stígvél ganga til dæmis barn frá barni, við höfum bæði fengið frá öðrum og gefið áfram.“Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notaða hluti og föt hafa breyst? „Já, allavega í kringum mig. Mér finnst fólk meðvitaðra um þetta og gera þetta frekar en áður.“Ekki í meginstraumnum enn þáEn hvað með að gefa notað? „Ég hvet ömmur og afa til að fara í Barnaloppuna og finna notað en þeim finnst það erfitt,“ segir Þóra Margrét sem sjálf hefur hvatt afmælisgesti til þess að kaupa notað fyrir afmæli. „Þetta er ekki í meginstraumnum enn þá,“ segir hún. „Þetta er bara jákvætt,“ segir hún um þróunina að verslun með notaðan fatnað sé að aukast svona mikið. „Unga fólkið er svo snjallt að það fattar þetta og það er ekki eins fast í viðjum vanans og við sem eldri erum. Þeirra hagsmunir eru í húfi. Þetta er framtíðin þeirra.“ Neytendur Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Verslun með notuð föt er að aukast mjög á heimsvísu og er sannarlega líf í tuskunum á þessum markaði. Í skýrslu thredUP, stærsta söluaðila notaðs fatnaðar á netinu, segir að á síðastliðnum þremur árum hafi endursölumarkaðurinn stækkað margfalt hraðar en hraðtískumarkaðurinn. Endursölumarkaðurinn mun því taka fram úr hraðtískunni (H&M, Zara, Primark o.fl.) á næstu árum ef vöxturinn heldur áfram. Sífellt fleiri eru tilbúnir til að kaupa notuð föt og viðhorfið til þess hefur algjörlega breyst á örfáum árum. Það hefur ekki þótt fínt að versla á flóamörkuðum en endursölumarkaðurinn er að breyta viðhorfinu til notaðs fatnaðar. Þar er fötunum stillt upp eins og í hefðbundnari verslunum og búið er að sigta það besta úr enda er það vænlegast í endursölu. Magnið sem flutt er til landsins af fatnaði er mikið og hefur það aukist um 50% frá árinu 2014; árið 2018 voru flutt inn tæp 4.890 tonn af fatnaði (skór ekki meðtaldir). Þannig að það er af nógu að taka fyrir endursölu. Hérlendis hefur endursölumarkaðurinn sprungið út á þessu ári og hafa nokkrar verslanir verið opnaðar; Trendport á Nýbýlavegi og Extraloppan í Smáralind eru þar mest áberandi. Barnaloppan var opnuð í Skeifunni í fyrra og síðar í haust verður önnur verslun með endursölu á barnafatnaði opnuð, Barnabazaar í Kringlunni. Tíðindin í þessu eru að verslanir með notaðar vörur í endursölu séu opnaðar í verslunarmiðstöðvum við hlið hefðbundinna fataverslana; það setur þær á sama stall og aðrar búðir og einnig hjálpar að aðgengi er gott og staðsetningin hjálpar til við að ná til nýrra viðskiptavina, sem ef til vill voru ekki opnir fyrir því áður að kaupa notuð föt.Hagstætt og umhverfisvænt Barnaloppan hreinlega iðaði af lífi þegar blaðamaður heimsótti hana og í afgreiðslunni hljómar svarið: „Þetta er alltaf svona.“ Blaðamaður ræddi við nokkrar konur sem voru með bása og þær voru allar sammála um að salan hefði gengið virkilega vel. Kaupendurnir eru sáttir enda gera þeir góð kaup á oftar en ekki góðum vörum. Flest fötin eru á yngri börn og fékk blaðamaður að heyra að margir keyptu nú frekar vandaðri vörur á börnin sín til að geta frekar selt þær áfram; fatnaður frá þekktari barnavörumerkjum endist yfirleitt lengur og selst því betur og á hærra verði. Ástæðan fyrir því að fólk bæði selur og kaupir í endursölubúðum er ekki bara að það sé hagstætt heldur tala þeir sem blaðamaður spjallaði við um að þetta sé gott fyrir umhverfið. Umhverfismál hafa komist rækilegar á dagskrá en nokkru sinni áður að undanförnu og endurspeglar þetta það. Fyrir utan endursölubúðir eru verslanir með notuð föt, til dæmis Spútnik og Wasteland, þar sem búið er að velja úr fatnað sem er í tísku hverja stundina. Þannig er hægt að tolla í tískunni án þess að eiga nákvæmlega það sama og aðrir. Nytjamarkaðir Rauða krossins eru víða um land en til viðbótar eru ýmis samtök eins og ABC Barnahjálp og Hjálpræðisherinn með búðir sem flestir þekkja.Tækifæri í endursölu Til viðbótar er H&M og & Other Stories með tilraunaverkefni í gangi í Svíþjóð þar sem notaðar vörur eru seldar á netinu. Eigendurnir segja þetta vera hluta af framtíðarsýn sinni og að þarna séu tækifærin; hægt sé að lengja líf varanna sem eru seldar í verslununum og minnka umhverfisáhrifin. Búast má við að fleiri hefðbundnar verslanir byrji með endursölu á fatnaði. Fjölmargar sölusíður eru á Facebook en ný netviðbót er Netportid.is, netverslun með notuð föt sem opnuð var í júní. Markmið vefsins er „að minnka fatasóun og stuðla að verndun náttúrunnar“. Vefurinn thredup.com er sá stærsti á heimsvísu með notuð föt en þar bætast fimmtán þúsund gripir við vefinn á hverjum degi.Vilja úrvalið Það er einmitt þetta úrval sem viðskiptavinir fataverslana sækjast eftir í dag. Aldurshópurinn 18-37 ára er opnari en aðrir aldurshópar fyrir því að kaupa notað. Því er spáð að einn af hverjum þremur af Z-kynslóðinni (fólk fætt frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar fram á fyrsta áratug þessarar aldar) kaupi notað árið 2019. Þetta er hópur sem ólst upp á samfélagsmiðlum og hefur gaman af Instagram. Þar er ákveðin tíska að sýna myndir af sjálfum sér í nýjum fötum á hverri mynd en á sama tíma er þessi hópur meðvitaður um sjálfbærni og umhverfisvæn fyrirtæki höfða til hans. Þess vegna henta endursölubúðir þessum hópi sérstaklega vel. Umhverfisvæn fatamerki eru ekki lengur eitthvað sem þykir sniðugt eða krúttlegt heldur eitthvað sem neytendur krefjast í sífellt meiri mæli. Hraðtískuföt eru ódýr og hefur verið erfitt að keppa við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í þeim en einn helsti kosturinn við að kaupa notað er að það er ódýrara en að kaupa nýtt. Þannig er hægt að spara og vera umhverfisvænn á sama tíma.Stefán Svan Aðalheiðarson rekur Stefánsbúð við Ingólfsstræti.Viðhorfið breyst mikið á skömmum tíma Stefán Svan Aðalheiðarson hefur langa reynslu af fataverslun en hann rekur Stefánsbúð/p3 við Ingólfsstræti ásamt Dúsu Ólafsdóttur þar sem bæði ný merkjavara og notuð er til sölu.Kaupir fólk merkjavöru meðal annars vegna þess að það veit að það getur frekar selt vöruna seinna? „Þetta er fjárfesting sem tapar ekki endilega verðgildi sínu. Þetta er ekki trendmiðað heldur snýst um vöru sem er alltaf falleg og fólk ber virðingu fyrir,“ segir hann um merkjavöru þar sem um er að ræða gæðaframleiðslu og -efni. Hann segir að það sé misjafnt eftir hlutum hversu endursöluvænir þeir séu, en töskur skori hátt.Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notað hafa breyst? „Já, mjög mikið. Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum að versla með notaða merkjavöru og ég hef aldrei eða mjög sjaldan heyrt einhvern sýna henni minni áhuga en öðru. En fyrir nokkrum árum man ég eftir að hafa heyrt út undan mér fólk úr þessum sama hópi lýsa því að það að kaupa notað væri eitthvað sem það myndi aldrei gera,“ segir hann og vísar í umræðu um lykt og annað sem eigi þá ef til vill við á flóamarkaði en að endursölumarkaðurinn sé öðruvísi. Ekki eins og flóamarkaður „Ég held að miklu fleiri séu sem betur fer farnir að pæla líka í umhverfisáhrifunum. Við erum að versla hér bæði með nýja og notaða vöru og þetta hefur farið rosalega vel saman. Mér finnst allir hafa verið mjög jákvæðir. Upplifunin er, að öðru ólöstuðu, ekki eins og að fara á flóamarkað,“ segir hann um að kaupa notað í Stefánsbúð/p3. Sjálfur stofnaði hann fyrir um fimm árum Facebook-síðuna „Merkjavara föt, skór & aukahlutir“. „Ég byrjaði með þetta því mig vantaði sjálfan að selja föt en núna eru inni á henni um 25.000 manns. Hún er mjög virk. Þetta var sett upp fyrir fólk til að selja sjálft, engir milliliðir heldur fyrir fólk sem er að taka til og selja.“ Þegar hann stofnaði sölusíðuna var viðhorfið annað. „Ég var beðinn um að selja fyrir fólk, sem ég ætla ekki að segja að skammaðist sín, en það vildi ekki að aðrir vissu að það væri að selja. Ég held að það sé að breytast,“ segir hann og útskýrir að það hafi orðið mikil viðhorfsbreyting á skömmum tíma.Gaman að finna gullmola Honum finnst fólk líka eiga auðveldara með að losa sig við hluti núna og það geti þá hugsað sér að það fari til einhvers sem geti notað þá. Fólk sé að skera á tilfinningaböndin og vilji ekki lengur geyma allt. „Það þykir ekki lengur fínt að vera einhver Imelda Marcos og eiga 4.000 skópör. Fataherbergi og stórir skápar hafa ekki eins mikið að segja í dag,“ segir hann. Hann kaupir sjálfur notað og hefur gert það frá því að hann var unglingur. „Ég held að fólki finnist bara mjög smart að geta sagt „ég keypti þetta notað“. Það er líka gleði og stolt sem fylgir því að hafa fundið einhvern gullmola.“Fylgjast má með Þóru Margréti Þorgeirsdóttur á minnasorp.comÞóra Margrét Þorgeirsdóttir heldur úti Facebook-síðunni „Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu“ og er vön því að kaupa notað en einnig má fylgjast með henni á minnasorp.com. Hún segir að það sé margt sem endurnýting hafi í för með sér og hvatarnir séu margir.Sparar pening „Í fyrsta lagi sparar það pening; ef maður kaupir notað kemur það beint í budduna því það er ódýrara. Í öðru lagi er maður að gefa þessum hlutum lengra líf. Í þriðja lagi er maður að koma í veg fyrir notkun á auðlindum til að framleiða aðra vöru sem maður kaupir ekki. Þetta kemur í veg fyrir svo mikla sóun á svo mörgum stöðum þannig að mér finnst hvatarnir til að endurnýta og kaupa notað vera svo miklir. Þegar mig vantar eitthvað reyni ég að gá að því á nytjamörkuðum fyrst.“ Hún fagnar verslum á borð við Barnaloppuna og Extraloppuna. „Mér hefur fundist auðvelt að kaupa á börnin og ég hef sparað mikið á þessu,“ segir Þóra Margrét sem hefur líka nýtt sér sölusíður á netinu. „En mér hefur fundist erfiðara að finna föt á sjálfa mig,“ segir Þóra sem er búin að setja sér það takmark að kaupa ný vinnuföt á sjálfa sig fyrir haustið í þessum endursöluverslunum.Reynir þú að selja áfram? „Já, ég reyni að selja og gefa áfram. Þó þetta sé þægilegt og aðgengilegt þá reyni ég að passa að kaupa ekki of mikið til að minnka óreiðuna; það er auðveldara að eiga minna og nýta vel það sem maður á. Kuldagallar og stígvél ganga til dæmis barn frá barni, við höfum bæði fengið frá öðrum og gefið áfram.“Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notaða hluti og föt hafa breyst? „Já, allavega í kringum mig. Mér finnst fólk meðvitaðra um þetta og gera þetta frekar en áður.“Ekki í meginstraumnum enn þáEn hvað með að gefa notað? „Ég hvet ömmur og afa til að fara í Barnaloppuna og finna notað en þeim finnst það erfitt,“ segir Þóra Margrét sem sjálf hefur hvatt afmælisgesti til þess að kaupa notað fyrir afmæli. „Þetta er ekki í meginstraumnum enn þá,“ segir hún. „Þetta er bara jákvætt,“ segir hún um þróunina að verslun með notaðan fatnað sé að aukast svona mikið. „Unga fólkið er svo snjallt að það fattar þetta og það er ekki eins fast í viðjum vanans og við sem eldri erum. Þeirra hagsmunir eru í húfi. Þetta er framtíðin þeirra.“
Neytendur Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent