Fékk í magann þegar hann horfði á eftir syni sínum fara yfir Miklubrautina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 11:58 Ungur sonur Björns Hákons Sveinssonar hafði tjáð pabba sínum að það væri erfitt að fara yfir Miklubrautina við Lönguhlíð á leið í skólann. Björn Hákon ákvað því að horfa á eftir syni sínum á hjólinu yfir götuna og sá fólksbíl ekið í veg fyrir hann á grænu gönguljósi. Hann náði augnablikinu á myndband. Átakið Göngum í skólann stendur yfir þessa dagana þar sem börn eru hvött til að láta ekki skutla sér í skólann. „Hann var búinn að segja mér frá því að það væri erfitt að fara yfir götuna svo ég ákvað að fara í humátt eftir honum. Svo var þetta nákvæmlega eins og hann var búinn að lýsa,“ segir Björn Hákon Sveinsson. „Eins og gefur að skilja fær maður algjörlega í magann.“Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.FBL/Anton BrinkEins og sjá má á myndbandinu efst í fréttinni beygir bíll, sem ekið er úr Lönguhlíð í suður austur yfir Miklubraut þegar grænt gönguljós er komið fyrir son Björns Hákons. Sá ungi er greinilega meðvitaður um hættuna, leyfir bílnum að aka áður en hann heldur áfram yfir götuna. „Það má í rauninni segja að þetta sé sök þeirra sem koma beint yfir Lönguhlíðina, halda svo lengi áfram að ökumaður bílsins á ekki möguleika á að fara yfir,“ segir Björn Hákon. Þetta sé erfitt við að eiga en það sé hans mat að öryggi hjólandi og gangandi eigi að vega meira en þeirra sem aka bílum. Björn Hákon er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl.Gæti neyðst til að eggja bílana Björn Hákon birti myndbandið á Twitter og spurði lögreglu og Vegagerðina út í þessi gatnamót. Hvort ekki stæði til að setja upp beygjuljós fyrir þá sem aka Lönguhlíðina, áður en stórslys verður. Þá mætti lögregla sekta ökumenn þarna til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Ef ekki neyðist hann til að mæta með eggjabakka og henda í bíla þessa fólks sem skapi hættuna. „Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar,“ segir í svari Vegagerðarinnar á Twitter. Björn Hákon segir undirgöngin enga lausn fyrir hjólandi og fólk með barnavagn. Auk þess þyrfti sonur hans þá að fara í tvígang yfir gönguljós á Lönguhlíð auk þess að halda á hjólinu sínu upp og niður tröppuna. Hann minnir á að alvarlegt slys hafi orðið í vetur þegar ökumaður, sem beygði af Miklubraut norður Lönguhlíð, ók niður barn. Fleiri slys hafa orðið á sömu gatnamótum, til dæmis árið 2011 og árið 2014. Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar.— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 5, 2019 Fljótlegasta lausnin að mati Björns Hákons sé að setja beygjuljós á Lönguhlíðina. Annars mætti horfa til þess, sem stungið hafi verið upp á á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, að hækka gatnamótin. Þá þurfi bílar að hægja á sér. „Í þessu tilfelli í morgun hefði ökumaðurinn þá verið að koma niður af eins konar hraðahindrun, væri á 5-10 kílómetra hraða og hefði þá væntanlega stoppað fyrir barninu.“ Þessi lausn sé víða notuð og unnið með í borgum í löndunum í kringum okkur. Að lyfta gatnamótum rati inn í hönnunarstaðla víða.Samgöngupýramídinn sem Reykjavíkurborg hefur samþykkt.Þá minnir Björn Hákon á að þessa dagana séu líklega fleiri börn gangandi eða hjólandi en venjulega vegna átaksins Göngum í skólann. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir umferðarmenninguna í Reykjavík ekki í lagi. „Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn,“ segir Sigurborg á Twitter. Björn Hákon minnir á að nýlega samþykkti Reykjavíkurborg að breyta forgangsröðun umferðar í allri hönnun og endurhönnun hjá sér, samkvæmt samgöngupýramídanum sem sést hér að ofan. „En þar sem yfirráð borgar og Vegagerðar skarast virðist oft allt vera stopp og litlar úrbætur í boði.“Umferðarmenningin í okkar borg er ekki í lagi. Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn. https://t.co/q6an9XQ1Oz— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 5, 2019 Börn og uppeldi Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ungur sonur Björns Hákons Sveinssonar hafði tjáð pabba sínum að það væri erfitt að fara yfir Miklubrautina við Lönguhlíð á leið í skólann. Björn Hákon ákvað því að horfa á eftir syni sínum á hjólinu yfir götuna og sá fólksbíl ekið í veg fyrir hann á grænu gönguljósi. Hann náði augnablikinu á myndband. Átakið Göngum í skólann stendur yfir þessa dagana þar sem börn eru hvött til að láta ekki skutla sér í skólann. „Hann var búinn að segja mér frá því að það væri erfitt að fara yfir götuna svo ég ákvað að fara í humátt eftir honum. Svo var þetta nákvæmlega eins og hann var búinn að lýsa,“ segir Björn Hákon Sveinsson. „Eins og gefur að skilja fær maður algjörlega í magann.“Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.FBL/Anton BrinkEins og sjá má á myndbandinu efst í fréttinni beygir bíll, sem ekið er úr Lönguhlíð í suður austur yfir Miklubraut þegar grænt gönguljós er komið fyrir son Björns Hákons. Sá ungi er greinilega meðvitaður um hættuna, leyfir bílnum að aka áður en hann heldur áfram yfir götuna. „Það má í rauninni segja að þetta sé sök þeirra sem koma beint yfir Lönguhlíðina, halda svo lengi áfram að ökumaður bílsins á ekki möguleika á að fara yfir,“ segir Björn Hákon. Þetta sé erfitt við að eiga en það sé hans mat að öryggi hjólandi og gangandi eigi að vega meira en þeirra sem aka bílum. Björn Hákon er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl.Gæti neyðst til að eggja bílana Björn Hákon birti myndbandið á Twitter og spurði lögreglu og Vegagerðina út í þessi gatnamót. Hvort ekki stæði til að setja upp beygjuljós fyrir þá sem aka Lönguhlíðina, áður en stórslys verður. Þá mætti lögregla sekta ökumenn þarna til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Ef ekki neyðist hann til að mæta með eggjabakka og henda í bíla þessa fólks sem skapi hættuna. „Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar,“ segir í svari Vegagerðarinnar á Twitter. Björn Hákon segir undirgöngin enga lausn fyrir hjólandi og fólk með barnavagn. Auk þess þyrfti sonur hans þá að fara í tvígang yfir gönguljós á Lönguhlíð auk þess að halda á hjólinu sínu upp og niður tröppuna. Hann minnir á að alvarlegt slys hafi orðið í vetur þegar ökumaður, sem beygði af Miklubraut norður Lönguhlíð, ók niður barn. Fleiri slys hafa orðið á sömu gatnamótum, til dæmis árið 2011 og árið 2014. Þessi mál eru stöðugt til skoðunar, hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar.— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 5, 2019 Fljótlegasta lausnin að mati Björns Hákons sé að setja beygjuljós á Lönguhlíðina. Annars mætti horfa til þess, sem stungið hafi verið upp á á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, að hækka gatnamótin. Þá þurfi bílar að hægja á sér. „Í þessu tilfelli í morgun hefði ökumaðurinn þá verið að koma niður af eins konar hraðahindrun, væri á 5-10 kílómetra hraða og hefði þá væntanlega stoppað fyrir barninu.“ Þessi lausn sé víða notuð og unnið með í borgum í löndunum í kringum okkur. Að lyfta gatnamótum rati inn í hönnunarstaðla víða.Samgöngupýramídinn sem Reykjavíkurborg hefur samþykkt.Þá minnir Björn Hákon á að þessa dagana séu líklega fleiri börn gangandi eða hjólandi en venjulega vegna átaksins Göngum í skólann. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir umferðarmenninguna í Reykjavík ekki í lagi. „Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn,“ segir Sigurborg á Twitter. Björn Hákon minnir á að nýlega samþykkti Reykjavíkurborg að breyta forgangsröðun umferðar í allri hönnun og endurhönnun hjá sér, samkvæmt samgöngupýramídanum sem sést hér að ofan. „En þar sem yfirráð borgar og Vegagerðar skarast virðist oft allt vera stopp og litlar úrbætur í boði.“Umferðarmenningin í okkar borg er ekki í lagi. Öll börn eiga að geta gengið og hjólað örugg í skólann. Öll börn. https://t.co/q6an9XQ1Oz— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 5, 2019
Börn og uppeldi Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira