Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næsti dómsmálaráðherra. Hún sést hér með bros á vör fyrir utan Valhöll fyrr í vetur. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent