Sauðfjárbónda blöskrar umræðan um kjöt í skólum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2019 19:15 Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði. Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði.
Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira