Bræður spila saman í U21-árs landsliðinu: Brynjólfur segist vera betri bróðirinn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 20:30 Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir eru í leikmannahópnum hjá U21-árs landsliðinu sem mætir Lúxemborg á morgun. Willum Þór er orðinn atvinnumaður og yngri bróðir hans bíður eftir sínu tækifæri en nú eru þeir sameinaðir á nýjan leik í U21-árs landsliðinu. Arnar Björnsson ræddi við bræðurna á æfingu U21-árs landsliðsins í Víkinni í dag. „Það er bara mjög gaman. Það er gott að koma heim og fá að vera með honum,“ sagði Willum áður en Arnar spurði Brynjólf hvort að stóri bróðir væri fyrirmyndin hans: „Það er hægt að líta eitthvað upp til hans en annars einbeiti ég mér bara að sjálfum mér,“ en vill Brynjólfur verða betri bróðirinn? „Já, ég er það,“ sagði kokhraustur Brynjólfur. Willum Þór leikur í Hvíta-Rússlandi með Bate Borisov en hann var seldur þangað eftir að hafa skorað sex mörk í 28 leikjum fyrir Breiðablik. En hvernig er lífið úti? „Það er fínt. Ég er mjög lítið í Borisov þar sem ég bý í Minsk. Það er mjög fínt. Þetta er þægilegt,“ sagði Willum. En væri litli bróðir, Brynjólfur, til í að verða samherji hans þar? „Maður er alltaf til í að skoða eitthvað svoleiðis ef það kemur upp. Ég held að það sé mjög fínt að búa þarna,“ sagði Brynjólfur. Willum segir að bróðir sinn eigi að skoða það gaumgæfilega komi eitthvað gott tilboð eftir leiktíðina í Pepsi Max-deildinni en segir honum annars að bíða. „Ef það kemur eitthvað spennandi eftir tímabilið myndi ég skoða það en annars myndi ég taka eitt tímabil í viðbót og reyna fá enn sterkara lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem bræðurnir ræða meðal annars um leikina sem framundan eru. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir eru í leikmannahópnum hjá U21-árs landsliðinu sem mætir Lúxemborg á morgun. Willum Þór er orðinn atvinnumaður og yngri bróðir hans bíður eftir sínu tækifæri en nú eru þeir sameinaðir á nýjan leik í U21-árs landsliðinu. Arnar Björnsson ræddi við bræðurna á æfingu U21-árs landsliðsins í Víkinni í dag. „Það er bara mjög gaman. Það er gott að koma heim og fá að vera með honum,“ sagði Willum áður en Arnar spurði Brynjólf hvort að stóri bróðir væri fyrirmyndin hans: „Það er hægt að líta eitthvað upp til hans en annars einbeiti ég mér bara að sjálfum mér,“ en vill Brynjólfur verða betri bróðirinn? „Já, ég er það,“ sagði kokhraustur Brynjólfur. Willum Þór leikur í Hvíta-Rússlandi með Bate Borisov en hann var seldur þangað eftir að hafa skorað sex mörk í 28 leikjum fyrir Breiðablik. En hvernig er lífið úti? „Það er fínt. Ég er mjög lítið í Borisov þar sem ég bý í Minsk. Það er mjög fínt. Þetta er þægilegt,“ sagði Willum. En væri litli bróðir, Brynjólfur, til í að verða samherji hans þar? „Maður er alltaf til í að skoða eitthvað svoleiðis ef það kemur upp. Ég held að það sé mjög fínt að búa þarna,“ sagði Brynjólfur. Willum segir að bróðir sinn eigi að skoða það gaumgæfilega komi eitthvað gott tilboð eftir leiktíðina í Pepsi Max-deildinni en segir honum annars að bíða. „Ef það kemur eitthvað spennandi eftir tímabilið myndi ég skoða það en annars myndi ég taka eitt tímabil í viðbót og reyna fá enn sterkara lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem bræðurnir ræða meðal annars um leikina sem framundan eru.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira