Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 23:26 Myndin sem EHT náði af svörtum skugga sjóndeildar svartholsins í miðju gulleitrar efnisskífunnar sem umlykur það í miðju Messier 87-vetrarbrautarinnar. EHT-samstarfið Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00