Erfiður vetur Hörður Ægisson skrifar 6. september 2019 07:00 Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun