Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en verslunin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira