Annar farþeginn alvarlega veikur og hinn slasaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 10:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var kölluð út í gær vegna alvarlegs umferðarslyss í Hnífsdal. Vísir/vilhelm Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri. Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri.
Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53