Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2019 19:00 Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira