Vilja komast í sjóinn í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 13:06 Sundkonurnar í Marglyttunum voru svekktar yfir að geta ekki lagt af stað í Ermasundið vegna veðurs. Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía. Sjósund Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía.
Sjósund Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira