Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ásamt Björgunarfélag Árborgar og sjúkraflutningaliði frá Reykjavík er á leiðinni upp í Botnssúlur vegna fjórhjólaslyss. Þetta segir talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu Vísis.
Útkallið barst klukkan 15:17 og var einn lögreglubíll sendur frá lögreglunni á Suðurlandi. Sjúkraflutningalið frá Landsspítalanum í Fossvogi var sent á svæðið þar sem mun styttra er að komast að Botnssúlum frá Reykjavík en úr Árnessýslu, þetta segir talsmaður lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.
Ekki er vitað hvort ökumaður hafi verði einn á ferð eða hvert ástand hans er.
Fréttin var uppfærð klukkan 16:50.
Fjórhjólaslys við Botnssúlur
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
