Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Hörður Ægisson skrifar 9. september 2019 06:15 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30
Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45