Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Hörður Ægisson skrifar 9. september 2019 06:15 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30
Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45