Segir sjálfsagða kurteisi að ræða við samstarfsmenn um áform Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 10:26 Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, setur fram miklar efasemdir um hugmyndir Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Auglýsingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í staðinn er því í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður,“ segir Kolbeinn í stuttri en harðorðri færslu á Facebooksíðu sinni. Ummæli Kolbeins vekja athygli en Lilja hefur áður sagt að tekjumissir RÚV vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti.Menntamálaráðherra hefur boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla.Fréttablaðið/AntonBrinkEkkert samráð haft við Vinstri græn Kolbeinn segir að ekkert sé að finna í í stjórnarsáttmála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætlunin sé að ná því fram? „Það er sjálfsagt að ræða stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, en slík umræða verður að hefjast á því hvernig tekjur þess verða tryggðar, ekki er ég til umræðu um niðurskurð eða að setja RÚV á fjárlög.“ Kolbeinn bætir því við að hann hefði haldið að betri stjórnunarhættir væru að vera ekki sífellt að opna á að einn þriðji af tekjum stofnunar hverfi, það geti varla haft góð áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar og fólkið sem þar vinnur. „Að ég tali nú ekki um þá sjálfsögðu kurteisi að ræða fyrst við samstarfsfólk sitt áður en þetta er boðað opinberlega, það eru jú atkvæði okkar þingmanna sem á endanum ráða,“ segir hann af nokkrum þótta. Þannig má ljóst vera að menntamálaráðherra nýtur ekki endilega stuðnings Vinstri grænna varðandi þau áform sín að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Og liggur þannig fyrir að málið gæti reynst ríkisstjórninni erfitt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til að hækka útvarpsgjaldið verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði.Vísir/vilhelmForsætisráðherra vill hækka útvarpsgjaldið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag vel koma til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmTelja að auglýsingatekjurnar renni til Zuckerbergs Reyndar kann það að koma menntamálaráðherra nokkuð á óvart hversu víðtæks stuðnings auglýsingar og auglýsingargerð nýtur meðal þeirra sem telja sig til menningarfólks. Og birtingar slíks efnis í Ríkisútvarpinu. Þannig má ljóst vera að Samfylkingin er andsnúin málinu ef marka má færslu Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns og rithöfundar þar sem hann segir að það megi hugsa sér að draga megi úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, „að því tilskildu að auglýsendur finni aðra innlenda fjölmiðla fyrir sín skilaboð.“ Þarna er Guðmundur Andri að vísa til umræðu sem snýr að því sem Katrín snertir á að ofan. Að þó ekki megi auglýsa hjá ríkinu sé ekkert endilega víst að það fé renni til íslenskra fjölmiðla, sem, ef marka má umræðu menningarfólks á samfélagsmiðlum, eru heldur lítils gildir, heldur fari þeir í erlendar veitur stórfyrirtækja. „[En] að taka þriðjung tekna af stofnuninni og það sé síðan komið undir náð og miskunn fjárveitingavaldsins hvernig fjármögnun þessarar mikilvægu menningarstofnunar og umræðuvettvangs - það finnst mér ekki koma til greina. Allra síst á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið hér við völd, þar sem menn fjandskapast mjög við Ríkisútvarpið milli þess sem þeir vilja ráðskast með það.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmMenningarlegt gildi auglýsinga Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og ýmsir fleiri vilja taka undir með Guðmundi Andra á hans Facebooksíðu. Hins vegar gerir þetta það að verkum oft og tíðum að kvikmyndagerðarfólk getur starfað við fag sitt… „með því að vera líka í auglýsingum. Rétt eins og rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku eða yfirlestur, leikarar við lestur auglýsinga og fleira og fleira.“ Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og fyrrverandi forstjóri ýmissa menningarstofnana telur á þeim sama vettvangi menningarlegt gildi auglýsinga óvéfengjanlegt. „Ég óttast að auglýsendur dragi enn frekar úr auglýsingum, þar fari umtalsverð velta frá íslenskum markaði yfir til td facebook - það er ekki endilega freistandi að auglýsa á öllum þessum minni miðlum. Það sem er jafnvel enn verra er að auglýsingagerð á Íslandi er öflugur atvinnuvettvangur sem eykur umtalsvert atvinnumöguleika og þjálfun fjölda starfsgreina, einkum í skapandi greinum, höfundar, kvikmyndaleikstjórar, tæknimenn, leikarar, tónlistarfólk osfrv. Hvernig ætla menn að bregðast við því?“ Þetta mál kann að reynast ríkisstjórninni erfiðara en Lilja hefur ætlað í fyrstu. Víst er að Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði meðan Vinstri grænir vilja ekki sjá neitt slíkt. Framsóknarflokkurinn, millistykkið í ríkisstjórninni, er þannig eins og milli steins og sleggju í þessu máli. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, setur fram miklar efasemdir um hugmyndir Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Auglýsingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í staðinn er því í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður,“ segir Kolbeinn í stuttri en harðorðri færslu á Facebooksíðu sinni. Ummæli Kolbeins vekja athygli en Lilja hefur áður sagt að tekjumissir RÚV vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti.Menntamálaráðherra hefur boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla.Fréttablaðið/AntonBrinkEkkert samráð haft við Vinstri græn Kolbeinn segir að ekkert sé að finna í í stjórnarsáttmála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætlunin sé að ná því fram? „Það er sjálfsagt að ræða stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, en slík umræða verður að hefjast á því hvernig tekjur þess verða tryggðar, ekki er ég til umræðu um niðurskurð eða að setja RÚV á fjárlög.“ Kolbeinn bætir því við að hann hefði haldið að betri stjórnunarhættir væru að vera ekki sífellt að opna á að einn þriðji af tekjum stofnunar hverfi, það geti varla haft góð áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar og fólkið sem þar vinnur. „Að ég tali nú ekki um þá sjálfsögðu kurteisi að ræða fyrst við samstarfsfólk sitt áður en þetta er boðað opinberlega, það eru jú atkvæði okkar þingmanna sem á endanum ráða,“ segir hann af nokkrum þótta. Þannig má ljóst vera að menntamálaráðherra nýtur ekki endilega stuðnings Vinstri grænna varðandi þau áform sín að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Og liggur þannig fyrir að málið gæti reynst ríkisstjórninni erfitt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til að hækka útvarpsgjaldið verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði.Vísir/vilhelmForsætisráðherra vill hækka útvarpsgjaldið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag vel koma til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmTelja að auglýsingatekjurnar renni til Zuckerbergs Reyndar kann það að koma menntamálaráðherra nokkuð á óvart hversu víðtæks stuðnings auglýsingar og auglýsingargerð nýtur meðal þeirra sem telja sig til menningarfólks. Og birtingar slíks efnis í Ríkisútvarpinu. Þannig má ljóst vera að Samfylkingin er andsnúin málinu ef marka má færslu Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns og rithöfundar þar sem hann segir að það megi hugsa sér að draga megi úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, „að því tilskildu að auglýsendur finni aðra innlenda fjölmiðla fyrir sín skilaboð.“ Þarna er Guðmundur Andri að vísa til umræðu sem snýr að því sem Katrín snertir á að ofan. Að þó ekki megi auglýsa hjá ríkinu sé ekkert endilega víst að það fé renni til íslenskra fjölmiðla, sem, ef marka má umræðu menningarfólks á samfélagsmiðlum, eru heldur lítils gildir, heldur fari þeir í erlendar veitur stórfyrirtækja. „[En] að taka þriðjung tekna af stofnuninni og það sé síðan komið undir náð og miskunn fjárveitingavaldsins hvernig fjármögnun þessarar mikilvægu menningarstofnunar og umræðuvettvangs - það finnst mér ekki koma til greina. Allra síst á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið hér við völd, þar sem menn fjandskapast mjög við Ríkisútvarpið milli þess sem þeir vilja ráðskast með það.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmMenningarlegt gildi auglýsinga Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og ýmsir fleiri vilja taka undir með Guðmundi Andra á hans Facebooksíðu. Hins vegar gerir þetta það að verkum oft og tíðum að kvikmyndagerðarfólk getur starfað við fag sitt… „með því að vera líka í auglýsingum. Rétt eins og rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku eða yfirlestur, leikarar við lestur auglýsinga og fleira og fleira.“ Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og fyrrverandi forstjóri ýmissa menningarstofnana telur á þeim sama vettvangi menningarlegt gildi auglýsinga óvéfengjanlegt. „Ég óttast að auglýsendur dragi enn frekar úr auglýsingum, þar fari umtalsverð velta frá íslenskum markaði yfir til td facebook - það er ekki endilega freistandi að auglýsa á öllum þessum minni miðlum. Það sem er jafnvel enn verra er að auglýsingagerð á Íslandi er öflugur atvinnuvettvangur sem eykur umtalsvert atvinnumöguleika og þjálfun fjölda starfsgreina, einkum í skapandi greinum, höfundar, kvikmyndaleikstjórar, tæknimenn, leikarar, tónlistarfólk osfrv. Hvernig ætla menn að bregðast við því?“ Þetta mál kann að reynast ríkisstjórninni erfiðara en Lilja hefur ætlað í fyrstu. Víst er að Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði meðan Vinstri grænir vilja ekki sjá neitt slíkt. Framsóknarflokkurinn, millistykkið í ríkisstjórninni, er þannig eins og milli steins og sleggju í þessu máli.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent