Friðgeir hefur farið á fjall í 60 ár, oftast sem fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2019 19:30 Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira