Slökkviliðið á Akranesi treystir á verktaka á meðan beðið er eftir nýjum körfubíl Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2019 13:00 Slökkviliðsstjóri á Akranesi segir þau úrræði sem treyst er á ekki duga til lengdar. Facebook-síða Slökkviliðsins á Akranesi Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akranes Slökkvilið Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Körfubíll Slökkviliðsins á Akranesi er ekki nothæfur til björgunarstarfa eftir að úttekt leiddi í ljós að búnaður hans væri ófullnægjandi. Ekki hefur fengist samþykki fyrir kaupum á nýjum bíl en umhverfis- og skipulagssvið er með málið til skoðunar. Fjölmörg fjölbýlishús og stór iðnaðarhús eru á því svæði sem slökkviliðið sinnir og nýtist körfubíllinn til slökkvistarfa á efri hæðum húsa og í háum byggingum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið nú þurfa að treysta á aðra kosti sem gangi ekki til lengdar. „Þá erum við með smá baktryggingu en hún þarf að vera betri. Við þurfum að fá annað tæki þar sem þetta er orðið yfir fjörutíu ára gamalt tæki og það er í höndum bæjaryfirvalda eða umhverfis- og skipulagsráðs að fjármagna eða skoða, þeir eru að skoða hlutina. Svona nýtt tæki kostar yfir áttatíu milljónir svo það er vinna í gangi við að skoða hvað eigi að gera,“ segir Þráinn.Nauðsynlegt að tækjabúnaður sé í lagi Þráinn segir bæjaryfirvöld sýna málinu skilning. Menn þurfi andrými til að taka ákvörðun um kaup og það fari eftir því hvort nægilegt fjármagn sé til kaupanna. Þá þurfi að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hann segist ekki vita hversu langan tíma það muni taka að skaffa bæjarfélaginu nýjum bíl en eftir að ákvörðun er tekin gæti þurft að bíða eftir því að nýr bíll sé smíðaður. Það sé hins vegar nauðsynlegt að slökkviliðið sé vel búið enda sinnir það stóru svæði og mikilvægt að öryggi sveitarfélagsins sé tryggt. „Það náttúrulega segir sig sjálft í 7.500 manna sveitarfélagi og með líka alla Hvalfjarðarsveitina, stóriðjuna og fleira, þá þurfum við náttúrulega að vera þokkalega tækjum búinn.“Verktakar sinna millibilsástandinu Búnaður bílsins var metinn ófullnægjandi.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir málið vera til meðferðar hjá bæjarstjórn sem stendur. „Þetta er nýlega komið upp með þennan körfubíl og það er unnið hörðum höndum að því að fara ofan í málið og tryggja að það verði tekið fagleg ákvörðun um það hvað muni koma í staðinn fyrir þennan körfubíl. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem er til á lager,“ segir Sævar. Að sögn Sævars til treystir bæjarfélagið á önnur úrræði í millitíðinni. „Jafnframt erum við að nýta okkur öfluga og flotta verktaka hér í bænum sem eru með körfubíla og slíkt sem eru kannski ekki sérsniðnir fyrir slökkvistarf en það er það sem við getum nýtt okkur í milliástandinu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Akranes Slökkvilið Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira