Sóley Margrét Jónsdóttir varð í gær heimsmeistari í kraftlyftingum á heimsmeistaramóti unglinga.
Sóley er Evrópumeistari í +84kg flokki stúlkna og var því líkleg til afreka á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kanada.
Sóley vann til gullverðlauna í öllum þremur greinunum sem tryggði henni sigur í heildarkeppninni og heimsmeistaratitli.
Hún lyfti 255kg í hnébeygju, en hún lyfti 25kg meira en sú sem varð í öðru sæti.
Í bekkpressu setti Sóley Íslandsmet með lyftu á 160kg og í réttstöðulyftu tók hún 207,5kg. Samanlagt lyfti Sóley því 622,5kg í lyftunum þremur.
Sú samtala er hærri heldur en það sem sigurvegarinn í aldursflokknum fyrir ofan Sóley, 19-23 ára.
Sóley heimsmeistari stúlkna í kraftlyftingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti



Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

