Erlendir ferðamenn voru á bílnum sem var bílaleigubíll. Telur varðstjóri að um tæknilega bilun hafi verið að ræða og var fólkið komið úr bílnum þegar eldurinn kviknaði. Engin hætta var á ferðum og fólki varð ekki meint af.
Slökkviliðið var mjög fljótt að ná tökum á eldinum að sögn varðstjóra og var göngunum lokað. Búið er að draga bílinn út úr göngunum en reykræstun og hreinsunarstarf stendur enn yfir. Telur slökkvilið að göngin verði áfram lokuð um einhvern tíma.