Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 21:39 Persóna Toms Holland, Köngulóarmaðurinn, verður ekki hluti af Marvel ofurhetjuheiminum lengur. getty/ Alberto E. Rodriguez Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira