Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 22:22 Chris Pratt, Betty Gilpin og J.K. Simmons hafa verið orðuð við hlutverk í myndinni. Vísir/Getty Svo gæti farið að nokkrar af stórstjörnum Hollywood mæti til Íslands í september til að taka upp kvikmynd sem segir frá blóðugri baráttu mannfólksins við geimverur. Um er að ræða myndina Ghost Draft en aðalleikari hennar er Chris Pratt sem margir ættu að kannast við sem Peter Quill, eða Starlord, úr myndunum um ofurhetjuteymin Guardians of The Galaxy og Avengers sem Marvel framleiðir. Fyrirtækin Skydance og Paramount framleiða þessa mynd en Hollywood Reporter segir viðræður standa yfir við Óskarsverðlaunahafann J.K. Simmons og leikkonuna Betty Gilpin sem hefur getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Glow. Hollywood Reporter segir að tökurnar muni hefjast í september og að þær fari fram í borginni Atlanta og á Íslandi. Chris McKay hefur verið ráðinn leikstjóri en hann á að baki myndina The Lego Batman Movie. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Lítið er vitað um persónur sögunnar en talið er að J.K. Simmons eigi að leika föður persónu Chris Pratt. Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Svo gæti farið að nokkrar af stórstjörnum Hollywood mæti til Íslands í september til að taka upp kvikmynd sem segir frá blóðugri baráttu mannfólksins við geimverur. Um er að ræða myndina Ghost Draft en aðalleikari hennar er Chris Pratt sem margir ættu að kannast við sem Peter Quill, eða Starlord, úr myndunum um ofurhetjuteymin Guardians of The Galaxy og Avengers sem Marvel framleiðir. Fyrirtækin Skydance og Paramount framleiða þessa mynd en Hollywood Reporter segir viðræður standa yfir við Óskarsverðlaunahafann J.K. Simmons og leikkonuna Betty Gilpin sem hefur getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Glow. Hollywood Reporter segir að tökurnar muni hefjast í september og að þær fari fram í borginni Atlanta og á Íslandi. Chris McKay hefur verið ráðinn leikstjóri en hann á að baki myndina The Lego Batman Movie. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Lítið er vitað um persónur sögunnar en talið er að J.K. Simmons eigi að leika föður persónu Chris Pratt.
Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög