Kveðjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar