Hver níðist á neytendum? Ólafur Arnarson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ólafur Arnarson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun