Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ Hörður Ægisson. skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Kirstín Flygering. Arion banki Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira