Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ Hörður Ægisson. skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Kirstín Flygering. Arion banki Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira