Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira
Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira