Grenjandi rigning og hvassviðri á sunnudag en ágætis veður á Menningarnótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 11:30 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 næstkomandi sunnudag. Eins og sést á að rigna hraustlega á landinu og síðar um kvöldið færist lægðin norður með tilheyrandi úrkomu þar. veðurstofa íslands „Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira