Hlaupið í erindisleysi Þórlindur Kjartansson skrifar 23. ágúst 2019 07:00 Ekki eru mörg ár síðan það þótti til marks um sérvisku að ástunda að ástæðulausu hlaup á götum úti hér á landi. Þetta var á þeim tímum þegar það þótti einungis á færi hraustustu íþróttamanna að hlaupa tíu kílómetra, hvað þá að fara heilt 42 kílómetra maraþon eins og hinn gríski Feidipídes sem hljóp frá Maraþon til Aþenu með tíðindi af sigri Grikkja á Persum. Nú á dögum þykir það hins vegar ofureðlilegt að fólk hlaupi þessar vegalengdir sér til ánægju, yndisauka og heilsubótar. Hlaup Feidipídesar, sem talið er að hafi verið í ágúst- eða septembermánuði 490 árum fyrir Krist, var semsagt ekki að ástæðulausu. Og enn síður var það blessuðum manninum til heilsubótar. Þvert á móti. Eftir sprettinn sögufræga tókst honum að stynja upp úr sér sigurfregninni en datt svo niður dauður. Kannski yrði það Feidipídesi einhver huggun að vita að þetta mikla afrek hefur tryggt honum ódauðleika því allt frá því Ólympíuleikar voru endurreistir árið 1896 hefur maraþonhlaup verið hluti keppninnar, og margt viljasterkt fólk hefur sett sér það sem markmið að ná þeim áfanga í lífinu að herma eftir afreki Feidipídesar; hver á sínum hraða og með sínu lagi.Ofurmaraþon Á allra síðustu árum hefur þróunin einhvern veginn verið á þá leið að þetta afrek Feidipídesar virkar sífellt tilkomuminna. Miðaldra fólk, og jafnvel háaldrað, er farið að hlaupa maraþonhlaup og hreystimenni á öllum aldri og af öllum kynjum hafa tekið upp á því að keppa sín á milli í alls konar ofurþrautum sem láta afrek Feidipídesar líta út eins og notalega upphitun í samanburði. Það eru engar ýkjur. Undanfarin ár hafa hundruð manna sett sér það metnaðarfulla markmið að hlaupa Laugaveginn frá Landmannalaugum og inn í Þórsmörk. Vegalengdin er 55 kílómetrar af fjalllendi—semsagt 13 kílómetrum meira en skokkið sem tryggði Feidipídesi ódauðleika fyrir tvö þúsund árum. Það er ekkert grín að hlaupa þennan Laugaveg. Fólk æfir sig mánuðum og árum saman til þess að komast leiðina á skikkanlegum tíma og er svo úrvinda á sál og líkama eftir átökin að það er ekki mönnum sinnandi fyrr en líður að aðventu. Nema auðvitað gaurinn og gellan sem hituðu upp fyrir Laugavegshlaupið í sumar með því að hlaupa Laugaveginn „í hina áttina“—frá Þórsmörk upp í Landmannalaugar. Þegar hinir keppendurnir mættu í rútunni—tilbúnir til þess að vinna mesta þrekvirki ævinnar—þá voru sigurvegararnir tilvonandi einfaldlega að reyna að halda sér vakandi áður en þau lögðu af stað aftur niðureftir. 55 kílómetra hlaup næturinnar var í raun upphitun fyrir 55 kílómetra hlaup dagsins. Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir, sem hituðu upp með þessum eftirminnilega hætti, virtust samt eiga nóg eftir. Hann var langfyrstur í flokki karla og hún varð önnur í flokki kvenna. Þorbergur viðurkenndi reyndar eftir hlaupið að hann væri þreyttur og sér væri „aðeins illt í fótunum“. En hann lét þess líka getið, hinum keppendunum til hugreystingar, að hann hefði litið á allt hlaupið, fram og til baka, sem eins konar æfingu fyrir „alvöru“ hlaup sem þau tvö eru að undirbúa sig fyrir; 170 kílómetra með tíu þúsund metra hækkun. Á eigin forsendum Það er hætt við að margir úrvinda hlauparar á Laugaveginum hafi við lok hlaupsins fundið til undarlegrar blöndu af sigurgleði yfir eigin afreki og vanmáttar gagnvart ofurmennunum sem stungu þá af. Það er gríðarleg þrekraun hjá hverjum sem er að hlaupa 42 kílómetra; hvað þá 55 kílómetra—en úrslitin í Laugavegshlaupinu í sumar undirstrika að það er nánast sama hversu góður maður er; alltaf er einhver sem getur látið mann líta út eins og byrjanda. Hlaupagarparnir sem ætla að leggja af stað í skemmtiskokk, 10 km, hálfmaraþon og maraþon á morgun taka allir þátt á sínum eigin forsendum. Þeir sem hafa reynslu af þátttöku í svona hlaupum gera sér grein fyrir því að mestu sigurvegararnir eru ekki endilega þeir sem fara hraðast eða eiga auðveldast með hlaupið—heldur þeir sem raunverulega eru að sigrast á áskorunum sem virðast óárennilegar í þeirra eigin huga. Mesti sigurinn er svo líklegast fólginn í því að geta litið á hreyfinguna sem ánægjulegan hluta af daglegu lífi, en ekki einhvers konar samfélagslega áþján. Það er örugglega mun betra að vera í formi af því maður hreyfir sig heldur en að þurfa að hreyfa sig til þess að komast í form. Tilgangurinn er hlaupið sjálft Feidipídes hefði örugglega ekki skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið væri hann uppi í dag. Honum hefði eflaust þótt algjörlega fáránlegt að vita til þess að fólk gerði það að leik sínum að hlaupa vegalengdina frá Maraþon til Aþenu, hvað þá að fara margfalda þá leið án sýnilegs erindis. Þótt hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. Tilgangur hlaupsins er hlaupið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Þórlindur Kjartansson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ekki eru mörg ár síðan það þótti til marks um sérvisku að ástunda að ástæðulausu hlaup á götum úti hér á landi. Þetta var á þeim tímum þegar það þótti einungis á færi hraustustu íþróttamanna að hlaupa tíu kílómetra, hvað þá að fara heilt 42 kílómetra maraþon eins og hinn gríski Feidipídes sem hljóp frá Maraþon til Aþenu með tíðindi af sigri Grikkja á Persum. Nú á dögum þykir það hins vegar ofureðlilegt að fólk hlaupi þessar vegalengdir sér til ánægju, yndisauka og heilsubótar. Hlaup Feidipídesar, sem talið er að hafi verið í ágúst- eða septembermánuði 490 árum fyrir Krist, var semsagt ekki að ástæðulausu. Og enn síður var það blessuðum manninum til heilsubótar. Þvert á móti. Eftir sprettinn sögufræga tókst honum að stynja upp úr sér sigurfregninni en datt svo niður dauður. Kannski yrði það Feidipídesi einhver huggun að vita að þetta mikla afrek hefur tryggt honum ódauðleika því allt frá því Ólympíuleikar voru endurreistir árið 1896 hefur maraþonhlaup verið hluti keppninnar, og margt viljasterkt fólk hefur sett sér það sem markmið að ná þeim áfanga í lífinu að herma eftir afreki Feidipídesar; hver á sínum hraða og með sínu lagi.Ofurmaraþon Á allra síðustu árum hefur þróunin einhvern veginn verið á þá leið að þetta afrek Feidipídesar virkar sífellt tilkomuminna. Miðaldra fólk, og jafnvel háaldrað, er farið að hlaupa maraþonhlaup og hreystimenni á öllum aldri og af öllum kynjum hafa tekið upp á því að keppa sín á milli í alls konar ofurþrautum sem láta afrek Feidipídesar líta út eins og notalega upphitun í samanburði. Það eru engar ýkjur. Undanfarin ár hafa hundruð manna sett sér það metnaðarfulla markmið að hlaupa Laugaveginn frá Landmannalaugum og inn í Þórsmörk. Vegalengdin er 55 kílómetrar af fjalllendi—semsagt 13 kílómetrum meira en skokkið sem tryggði Feidipídesi ódauðleika fyrir tvö þúsund árum. Það er ekkert grín að hlaupa þennan Laugaveg. Fólk æfir sig mánuðum og árum saman til þess að komast leiðina á skikkanlegum tíma og er svo úrvinda á sál og líkama eftir átökin að það er ekki mönnum sinnandi fyrr en líður að aðventu. Nema auðvitað gaurinn og gellan sem hituðu upp fyrir Laugavegshlaupið í sumar með því að hlaupa Laugaveginn „í hina áttina“—frá Þórsmörk upp í Landmannalaugar. Þegar hinir keppendurnir mættu í rútunni—tilbúnir til þess að vinna mesta þrekvirki ævinnar—þá voru sigurvegararnir tilvonandi einfaldlega að reyna að halda sér vakandi áður en þau lögðu af stað aftur niðureftir. 55 kílómetra hlaup næturinnar var í raun upphitun fyrir 55 kílómetra hlaup dagsins. Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir, sem hituðu upp með þessum eftirminnilega hætti, virtust samt eiga nóg eftir. Hann var langfyrstur í flokki karla og hún varð önnur í flokki kvenna. Þorbergur viðurkenndi reyndar eftir hlaupið að hann væri þreyttur og sér væri „aðeins illt í fótunum“. En hann lét þess líka getið, hinum keppendunum til hugreystingar, að hann hefði litið á allt hlaupið, fram og til baka, sem eins konar æfingu fyrir „alvöru“ hlaup sem þau tvö eru að undirbúa sig fyrir; 170 kílómetra með tíu þúsund metra hækkun. Á eigin forsendum Það er hætt við að margir úrvinda hlauparar á Laugaveginum hafi við lok hlaupsins fundið til undarlegrar blöndu af sigurgleði yfir eigin afreki og vanmáttar gagnvart ofurmennunum sem stungu þá af. Það er gríðarleg þrekraun hjá hverjum sem er að hlaupa 42 kílómetra; hvað þá 55 kílómetra—en úrslitin í Laugavegshlaupinu í sumar undirstrika að það er nánast sama hversu góður maður er; alltaf er einhver sem getur látið mann líta út eins og byrjanda. Hlaupagarparnir sem ætla að leggja af stað í skemmtiskokk, 10 km, hálfmaraþon og maraþon á morgun taka allir þátt á sínum eigin forsendum. Þeir sem hafa reynslu af þátttöku í svona hlaupum gera sér grein fyrir því að mestu sigurvegararnir eru ekki endilega þeir sem fara hraðast eða eiga auðveldast með hlaupið—heldur þeir sem raunverulega eru að sigrast á áskorunum sem virðast óárennilegar í þeirra eigin huga. Mesti sigurinn er svo líklegast fólginn í því að geta litið á hreyfinguna sem ánægjulegan hluta af daglegu lífi, en ekki einhvers konar samfélagslega áþján. Það er örugglega mun betra að vera í formi af því maður hreyfir sig heldur en að þurfa að hreyfa sig til þess að komast í form. Tilgangurinn er hlaupið sjálft Feidipídes hefði örugglega ekki skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið væri hann uppi í dag. Honum hefði eflaust þótt algjörlega fáránlegt að vita til þess að fólk gerði það að leik sínum að hlaupa vegalengdina frá Maraþon til Aþenu, hvað þá að fara margfalda þá leið án sýnilegs erindis. Þótt hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. Tilgangur hlaupsins er hlaupið sjálft.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun