Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 11:36 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira