Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. ágúst 2019 20:14 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa báðir hótað Brasilíumönnum að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði eldarnir í Amasón ekki slökktir. getty/Mustafa Yalcin Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá. Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá.
Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15