Falskt flagg Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun