24. ágúst Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun