Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 12:21 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. Vísir/Jói K. Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir, sem eru allir rétt yfir tvítugt, eiga yfir höfði sér þungan dóm. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998 og hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Í ákærunni segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest til Amsterdam í Hollandi. Í ákærunni kemur einnig fram að hinir tveir ákærðu hefðu farið um borð í lestarvagninn að fyrirmælum þess þriðja, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds aðila. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir, sem eru allir rétt yfir tvítugt, eiga yfir höfði sér þungan dóm. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998 og hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Í ákærunni segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest til Amsterdam í Hollandi. Í ákærunni kemur einnig fram að hinir tveir ákærðu hefðu farið um borð í lestarvagninn að fyrirmælum þess þriðja, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds aðila. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm.
Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira