Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 09:00 Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Vísir/ap Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38