Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk þegar Leipzig vann dramatískan eins marks sigur á Füchse Berlin, 24-23, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Öll þrjú mörk Seltirningsins komu af vítalínunni.
Þetta var fyrsti deildarleikur Viggós með Leipzig en hann gekk í raðir liðsins frá Westwien í Austurríki í sumar.
Berlínarrefirnir byrjuðu leikinn miklu betur, komust í 0-5 og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 10-14.
Leipzig lék betur í seinni hálfleik en var samt þremur mörkum undir, 17-20, þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka.
Leipzig reyndist hins vegar sterkari á lokasprettinum og Lukas Krzikalla skoraði sigurmark liðsins þegar ein sekúnda var eftir. Lokatölur 24-23, Leipzig í vil.
Viggó skoraði þrjú og fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Leipzig
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


