Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fagna sigri. Mynd/Instagram/butchersclassics Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu saman í liði á mótinu og rúlluðu upp öllum andstæðingum sínum. Þær unnu sex af sjö greinum og lentu í öðru sæti í einni grein. Íslensku CrossFit goðsagnirnar kepptu undir nafninu Rogue Dottirs og fengu 695 stig af 700 mögulegum. Þær fengu 40 stigum meira en næsta lið, Team Nocco Butcher's Lab, sem var fyrir neðan þær í öllum greinum sjö. Í einu greininni sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sæti voru stelpurnar í Team Nocco Butcher's Lab í þriðja sæti. View this post on InstagramWinners of CrossFit Reebok Butchers Classics 2019! @katrintanja @anniethorisdottir _________________________________________ @butcherslab @teambutcherslab @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @ballerupsuperarena #wedontfearcompetition #areyounoccoenough #bemorehuman #butchersclassics #gorillagripnl #crossfit @champagnebodegaen _________________________________________ A post shared by Reebok Butchers Classics (@butchersclassics) on Aug 25, 2019 at 10:12am PDT Einu stelpurnar sem náðu að vinna okkar konur í grein um helgina voru þær Sara Armanius og Julie Hougaard frá Svíþjóð sem kepptu undir liðanafninu Julie og Sara. Greinin var fimmta greinin í mótinu, hét „Dead in the Water“ og innihélt meðal annars 400 metra sund og 300 metra spretthlaup frá sundlauginni og inn í íþróttasal þar sem tóku við lyftingar. Katrín Tanja þakkaði fyrir þetta óvænta boð á mótið en það kom greinilega upp með stuttum fyrirvara. „Skyndiákvarðanir eru vanalega þær bestu. Svo skemmtileg helgi með bestu vinkonunni minni, Anníe Þórisdóttur. Við elskum að keppa og við elskum að keppa saman. Takk fyrir þið hjá Butchers Classics mótinu að leyfa okkur að vera með á síðustu stundu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Anníe Mist fagnaði því líka að hafa getað átt gæðastund með vinkonu sinni um helgina en Katrín Tanja er mikið í Bandaríkjunum og því ekki á hverjum degi sem þessar tvær fá tækifæri til að æfa og vinna saman. Útkoman um helgina verður kannski til þess að þær geri meira af því í framtíðinni. View this post on InstagramSpontaneous decisions are normally the BEST ones! - AHHH - such a great weekend with this best girl of mine! @anniethorisdottir - We love competing & we LOVE competing together. Thank you @butchersclassics for letting us hop in last minute xxx // #Team ROGUE DOTTIRS - Pictures: @noelbisbjerg A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 25, 2019 at 1:02pm PDT CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42 Foreldrar Anníe Mistar hafa fylgt henni á öll CrossFit mótin hennar á ferlinum Anníe Mist Þórisdóttir tók þátt í sínum tíundu heimsleikum í CrossFit á dögunum. Hún hefur gert mótið upp á Instagram síðu sinni og þar kom fram mjög athyglisverð staðreynd. 12. ágúst 2019 16:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu saman í liði á mótinu og rúlluðu upp öllum andstæðingum sínum. Þær unnu sex af sjö greinum og lentu í öðru sæti í einni grein. Íslensku CrossFit goðsagnirnar kepptu undir nafninu Rogue Dottirs og fengu 695 stig af 700 mögulegum. Þær fengu 40 stigum meira en næsta lið, Team Nocco Butcher's Lab, sem var fyrir neðan þær í öllum greinum sjö. Í einu greininni sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sæti voru stelpurnar í Team Nocco Butcher's Lab í þriðja sæti. View this post on InstagramWinners of CrossFit Reebok Butchers Classics 2019! @katrintanja @anniethorisdottir _________________________________________ @butcherslab @teambutcherslab @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @ballerupsuperarena #wedontfearcompetition #areyounoccoenough #bemorehuman #butchersclassics #gorillagripnl #crossfit @champagnebodegaen _________________________________________ A post shared by Reebok Butchers Classics (@butchersclassics) on Aug 25, 2019 at 10:12am PDT Einu stelpurnar sem náðu að vinna okkar konur í grein um helgina voru þær Sara Armanius og Julie Hougaard frá Svíþjóð sem kepptu undir liðanafninu Julie og Sara. Greinin var fimmta greinin í mótinu, hét „Dead in the Water“ og innihélt meðal annars 400 metra sund og 300 metra spretthlaup frá sundlauginni og inn í íþróttasal þar sem tóku við lyftingar. Katrín Tanja þakkaði fyrir þetta óvænta boð á mótið en það kom greinilega upp með stuttum fyrirvara. „Skyndiákvarðanir eru vanalega þær bestu. Svo skemmtileg helgi með bestu vinkonunni minni, Anníe Þórisdóttur. Við elskum að keppa og við elskum að keppa saman. Takk fyrir þið hjá Butchers Classics mótinu að leyfa okkur að vera með á síðustu stundu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Anníe Mist fagnaði því líka að hafa getað átt gæðastund með vinkonu sinni um helgina en Katrín Tanja er mikið í Bandaríkjunum og því ekki á hverjum degi sem þessar tvær fá tækifæri til að æfa og vinna saman. Útkoman um helgina verður kannski til þess að þær geri meira af því í framtíðinni. View this post on InstagramSpontaneous decisions are normally the BEST ones! - AHHH - such a great weekend with this best girl of mine! @anniethorisdottir - We love competing & we LOVE competing together. Thank you @butchersclassics for letting us hop in last minute xxx // #Team ROGUE DOTTIRS - Pictures: @noelbisbjerg A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 25, 2019 at 1:02pm PDT
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42 Foreldrar Anníe Mistar hafa fylgt henni á öll CrossFit mótin hennar á ferlinum Anníe Mist Þórisdóttir tók þátt í sínum tíundu heimsleikum í CrossFit á dögunum. Hún hefur gert mótið upp á Instagram síðu sinni og þar kom fram mjög athyglisverð staðreynd. 12. ágúst 2019 16:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42
Foreldrar Anníe Mistar hafa fylgt henni á öll CrossFit mótin hennar á ferlinum Anníe Mist Þórisdóttir tók þátt í sínum tíundu heimsleikum í CrossFit á dögunum. Hún hefur gert mótið upp á Instagram síðu sinni og þar kom fram mjög athyglisverð staðreynd. 12. ágúst 2019 16:00