David Rudisha er tvöfaldur gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum en hann vann 800 metra hlaupið bæði á ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Hann á einnig heimsmetið í greininni sem hann setti árið 2012.
.@rudishadavid has escaped death by a whisker!https://t.co/TGTT6K6xRz
— Mpasho News (@MpashoNews) August 25, 2019
Hinn þrítugi David Rudisha slapp með minniháttar meiðsli eftir að hafa lent í mjög hörðum árekstri.
Áreksturinn varð á Kijauri-Keroka þjóðveginum í Nyamira sýslu þegar Easy Coach rúta keyrði aftan á Kilgoris bíl David Rudisha eldsnemma á sunnudagsmorgni. Hlauparinn var þarna á leiðinni heim til sín. Enginn af farþegum rútunnar meiddust í slysinu.
Bíll David Rudisha gjöreyðilagðist í árekstrinum og var hreinlega í klessu á eftir.
David Rudisha hurt after car collides with bus near Keroka https://t.co/Q9y4SxFOHopic.twitter.com/yDc4awKtCm
— Daily Nation (@dailynation) August 25, 2019
David Rudisha var fluttur á sjúkrahús og gekk undir rannsóknir. Þar kom hins vegar fram að David Rudisha hafði sloppið ótrúlega vel en hann var aumur í brjóstkassanum og fótunum eftir áreksturinn.
David Rudisha ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar en það var vitað fyrir að hann myndi missa af því vegna meiðsla.
David Rudisha keppti síðast í júlí 2017 og það er því ekki vitað hvernig framtíðin verður hjá honum.