Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. ágúst 2019 06:00 Mako-hákarlar voru ein tegundin sem fékk aukna vernd. Nordicphotos/Getty Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira