Það var Ok Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. ágúst 2019 10:00 Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar