Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:25 Fjallað hefur verið um veikindi flugliða Icelandair undanfarin ár. Vísir/vilhelm Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00
Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28
Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29