Segir það ekki stefnu Reykjavíkurborgar að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:15 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15