Böðvar greindist með heilaæxli og minnir fólk á að taka ekki heilbrigði sem sjálfsögðum hlut Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 23:00 Böðvar Tandri Reynisson, verkfræðinemi og þjálfari hjá Mjölni, er hér ásamt kærustu sinni, tónlistarkonunni GDRN. Aðsend Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira