Harðlínudeild Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun