
Veröld sem (vonandi) verður
En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands?
Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum.
Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs).
En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa.
Skoðun

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar